PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 06. september 2024 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
4400 miðar seldir á leikinn - Fleiri en síðast
Icelandair
Gylfi sló markametið síðast þegar íslenska liðið spilaði á Laugardalsvelli.
Gylfi sló markametið síðast þegar íslenska liðið spilaði á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:45 hefst leikur Íslands og Svartfjallalands á Laugardalsvelli.

Um er að ræða fyrsta leik í Þjóðadeildinni. Ísland er þar í riðli í B-deild og spilar sex leiki í deildinni; þrjá heima og þrjá úti.

Í þessum landsleikjaglugga er spilað gegn Svartfellinum heima og Tyrkjum úti. Wales er svo fjórða liðið. Liðið sem vinnur þennan fjögurra liða riðil fer upp í A-deildina og neðsta liðið fellur úr B-deildinni. Liðið í 2. sæti fer í umspil um sæti í A-deildinni og liðið í 3. sæti fer í umspil um hvort liðið heldur sér í B-deildinni eða falli niður í C-deild.

Fyrirkomulagið er betur útskýrt hér að neðan.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Svartfjallaland

Búið er að selja 4400 miða á leikinn í kvöld en Laugardalsvöllur tekur 9522 í sæti.

Hægt er að kaupa miða á tix.is og eru nokkrir verðflokkar.

Síðasti heimaleikur Íslands var í undankeppni EM á síðasta ári. Þá kom Liechtenstein í heimsókn og sá 4317 manns Ísland vinna 4-0 sigur og Gylfa Þór Sigurðsson slá markametið.
Athugasemdir
banner
banner