PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 06. september 2024 13:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fer óvænt frá Stockport til Real Madrid
Mynd: Stockport
The Athletic segir frá því í dag að Andy Mangan, aðstoðarþjálfari Stockport County, sé að koma inn í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid.

Mangan hefur verið aðstoðarþjálfari Stockport, sem er í ensku C-deildinni, frá því í sumar. Á síðasta tímabili var hann bráðabirgðastjóri hjá Bristol Rovers.

Hann er 38 ára og fæddur í Liverpool. Á ferlinum lék hann mest með Accington Stanley, Shrewsbury Town, Tranmere Rovers og Wrexham og komst hæst í ensku C-deildina.

Mangan er góður vinur Davide Ancelotti, sem er sonur Carlo. Davide er aðstoðarþjálfari Real Madrid.

Real Madrid er ríkjandi Evrópumeistari og varð einnig spænskur meistari í vor.
Athugasemdir
banner