The Athletic segir frá því í dag að Andy Mangan, aðstoðarþjálfari Stockport County, sé að koma inn í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid.
Mangan hefur verið aðstoðarþjálfari Stockport, sem er í ensku C-deildinni, frá því í sumar. Á síðasta tímabili var hann bráðabirgðastjóri hjá Bristol Rovers.
Hann er 38 ára og fæddur í Liverpool. Á ferlinum lék hann mest með Accington Stanley, Shrewsbury Town, Tranmere Rovers og Wrexham og komst hæst í ensku C-deildina.
Mangan hefur verið aðstoðarþjálfari Stockport, sem er í ensku C-deildinni, frá því í sumar. Á síðasta tímabili var hann bráðabirgðastjóri hjá Bristol Rovers.
Hann er 38 ára og fæddur í Liverpool. Á ferlinum lék hann mest með Accington Stanley, Shrewsbury Town, Tranmere Rovers og Wrexham og komst hæst í ensku C-deildina.
Mangan er góður vinur Davide Ancelotti, sem er sonur Carlo. Davide er aðstoðarþjálfari Real Madrid.
Real Madrid er ríkjandi Evrópumeistari og varð einnig spænskur meistari í vor.
Athugasemdir