PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 06. september 2024 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Óheppileg meiðsli Calafiori
Mynd: Getty Images
Ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori lenti í óheppilegu atviki í 3-1 sigrinum á Frakklandi í kvöld sem varð til þess að hann meiddist á ökkla, en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá.

Miðvörðurinn kom til Arsenal frá Bologna í sumar en aðeins spilað 42 mínútur í tveimur leikjum.

Mikel Arteta er hægt og rólega að koma ítalska leikmanninum inn í hlutina, en það gæti tekið enn lengri tíma nú eftir að Calafiori meiddist í leik með Ítölum í kvöld.

Þegar um það bil 70 mínútur voru liðnar af leiknum fór Alessandro Bastoni í tæklingu á Ousmane Dembele. Frakkinn flaug upp í loftið og lenti aftan á kálfa og á ökkla Calafiori sem haltraði af velli.

Þetta er áfall fyrir Arsenal sem mætir Tottenham í grannaslag næstu helgi. Declan Rice er í banni og þá er ljóst að Mikel Merino mun ekki þreyta frumraun sína fyrr en í fyrsta lagi í lok október.

Takehiro Tomiyasu er enn á meiðslalistanum og þá er óvíst hvort þeir Gabriel Jesus og Kieran TIerney verði klárir fyrir Tottenham leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner