Ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori lenti í óheppilegu atviki í 3-1 sigrinum á Frakklandi í kvöld sem varð til þess að hann meiddist á ökkla, en ekki er vitað hversu lengi hann verður frá.
Miðvörðurinn kom til Arsenal frá Bologna í sumar en aðeins spilað 42 mínútur í tveimur leikjum.
Mikel Arteta er hægt og rólega að koma ítalska leikmanninum inn í hlutina, en það gæti tekið enn lengri tíma nú eftir að Calafiori meiddist í leik með Ítölum í kvöld.
Þegar um það bil 70 mínútur voru liðnar af leiknum fór Alessandro Bastoni í tæklingu á Ousmane Dembele. Frakkinn flaug upp í loftið og lenti aftan á kálfa og á ökkla Calafiori sem haltraði af velli.
Þetta er áfall fyrir Arsenal sem mætir Tottenham í grannaslag næstu helgi. Declan Rice er í banni og þá er ljóst að Mikel Merino mun ekki þreyta frumraun sína fyrr en í fyrsta lagi í lok október.
Takehiro Tomiyasu er enn á meiðslalistanum og þá er óvíst hvort þeir Gabriel Jesus og Kieran TIerney verði klárir fyrir Tottenham leikinn.
Lo de este club de fútbol tratas de guionarlo y no te sale ni en pedo. Que tragedia, Calafiori lesionado tras esta acción:
— Gunners Argentina (@Gunnersarg__) September 6, 2024
pic.twitter.com/xyMOiPvrLm
Athugasemdir