Franski landsliðsmaðurinn Bradley Barcola kom sér í sögubækurnar hjá landsliðinu í kvöld er hann kom Frökkum yfir gegn Ítalíu í Þjóðadeildinni.
Barcola, sem er á mála hjá Paris Saint-Germain, skoraði mark Frakka eftir aðeins 14 sekúndur.
Hann stal boltanum á vinstri vængnum, keyrði í átt að marki og þrumaði boltanum efst í vinstra hornið.
Þetta er fljótasta mark í sögu franska landsliðsins.
Staðan er 1-1 í hálfleik en Federico Dimarco jafnaði metin fyrir Ítalíu.
Barcola depuis le début de la saison, c'est incroyable ! pic.twitter.com/ocSlGdqlIq
— EspoirsduFootball (@EspoirsduFoot) September 6, 2024
Athugasemdir