
Kári Árnason var frábær í hjarta varnarinnar þegar Ísland skellti Tyrkjum, 0-3. Kári kom aftur inn í byrjunarliðið fyrir þennan leik eftir að hafa verið settur á varamannabekkinn gegn Úkraínu í síðasta leik.
Lestu um leikinn: Tyrkland 0 - 3 Ísland
„Ég vissi að þetta var komið þegar annað markið kom en auðvitað var þægilegt að fá þriðja markið. Það er svolítið hættuleg forysta að vera með tvö mörk, það þarf lítið að fara úrskeiðis til þess að allt fari í panik. Þegar þriðja markið kom þá var leikurinn búin."
Íslenska liðið byrjaði leikinn gríðarlega vel og tók Kári undir það.
„Já við höfum spilað svo marka nákvæmlega eins leiki (eins og þessi) sem hitt liðið fær að hafa boltann allan leikinn og við erum með varnarskipulagið."
„Við erum náttúrulega með menn sem vinna þvílíka vinnu, sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Við reynum að stjórna þessu frá öftustu línu og halda skipulaginu í 90 mínútur."
Liðið leikur síðan gegn Kósóvó á Laugardalsvelli á mánudaginn þar sem íslenska liðið getur tryggt sig á HM.
"Þetta er ekkert létt lið sem við erum að fara að spila við og þegar það er svona mikið undir þá er oft ákveðið stress í gangi eins og við sáum á móti Kazakstan."
Viðtalið við Kára má sjá í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir