Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. október 2019 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kasakstan: Rúnar lagði upp er Astana gerði jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Astana er liðið tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni í Kasakstan. Astana heimsótti Ordabasy.

Astana komst yfir eftir 15 mínútur, en markið kom upp úr hornspyrnu Rúnars.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en snemma í seinni hálfleiknum jafnaði Ordabasy með ágætu marki. Ziguy Badibanga átti fasta sendingu á kollinn á Brasilíumanninum Joao Paulo.

Mörkin urðu ekki fleiri. Rúnar lék allan leikinn á miðjunni hjá Astana sem er í þriðja sæti, fimm stigum frá toppnum. Astana á þó leik til góða á toppliðið FC Kairat, en Astana á eftir að spila fimm leiki.

Rúnar Már er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Frakklandi og Andorra í undankeppni EM. Leikurinn gegn Frökkum er á föstudag og leikurinn gegn Andorra á mánudeginum þar á eftir - báðir leikir á Laugardalsvelli.

Rúnar hefur verið að spila vel að undanförnu og skoraði hann gott mark í Evrópudeildinni í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner