Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 06. nóvember 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benjamin Stokke yfirgefur Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benjamin Stokke, norski framherjinn sem lék með Breiðabliki í sumar, verður ekki áfram hjá félaginu. Frá þessu sagði Eyjólfur Héðinsson, deildastjóri meistaraflokka hjá Breiðabliki, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Eyjó var spurður út í samningslausa leikmnen karlaliðsins en þeir Andri Rafn Yeoman, Kristófer Ingi Kristinsson og Oliver Sigurjónsson eru með lausa samninga ásamt Benjamin Stokke.

„Menn eru í fríum, út um hvippinn og hvappinn, bæði þjálfarar og leikmenn, þannig þetta á kannski eftir að taka smá tíma. EInhverjir eru að hugsa sig um, eins og gengur og gerist. Það eru viðræður í gangi."

„Við seldum Patrikj (Johannesen) í síðustu viku, Benjamin Stokke fer og annað er tiltölulega opið,"
sagði Eyjó.
Athugasemdir
banner
banner