Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. desember 2021 20:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Carragher: Everton er grín og er í rugli
Farhad Moshiri
Farhad Moshiri
Mynd: EPA
Jamie Carragher fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur á Sky Sports segir að Everton sé grín.

„Félagið er grín núna. Þú sagðir að þeir væru aðhlátursefni, ég myndi ekki ganga svo langt en ef við skoðum tíma David Moyes þá var eitthvað við Everton. Já, þeir unnu enga bikara en það var baráttu andi, það var erfitt að heimsækja þá."

„Stuttu síðar kom Moshiri af því þeir vildu taka næsta skref, þeir höfðu ekki peningana undir stjórn Moyes.“

Hann segir að eigandi liðsins hafi gert tekist að gera illt verra.

„Moshiri kemur og og sjáðu hvað hann hefur haft marga stjóra. Ef þú tekur bráðabirgðastjóra inní þá hefur hann haft átta stjóra og þrjá yfirmenn fótboltamála. Það er sturlað hvað þeir hafa eytt miklum pening og eru bara verri, þeir hafa keypt 58 leikmenn. Þess vegna segi ég að félagið sé grín og er í rugli núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner