Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. desember 2021 10:56
Elvar Geir Magnússon
Leit Gulla Jóns að bera árangur - Vantar myndband af Sölva í íshokkí
Gunnlaugur Jónsson spjallar við Kára Árnason.
Gunnlaugur Jónsson spjallar við Kára Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um helgina var fyrsti þáttur af fjórum í sjónvarpsþáttaröðinni 'Víkingar - Fullkominn endir' sýndur á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Í þáttunum er gefin innsýn í síðustu mánuðina hjá þeim Kára Árnasyni og Sölva Ottesen á fótboltaferli þeirra ásamt því að fylgja þeim eftir á ótrúlegum lokasprett Víkinga í sumar.

Gunnlaugur Jónsson stendur á bak við þættina og ræddi um þá í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina. Þar lýsti hann einnig eftir tveimur myndböndum og mynd fyrir þáttaröðina.

Gunnlaugur leitar að einhverjum sem lumar á myndbandsupptöku af Sölva í íshokkí. Sölvi var undrabarn í íþróttum og var gríðarlega efnilegur á svellinu. Hann var í SA á Akureyri og gekk svo í Björninn í Reykjavík.

Hann auglýsti eftir myndbandi af skjánum í Kaplakrika þegar Blikar horfðu á dramatíkina þegar KR klúðraði vítinu gegn Víkingum. Von Blika um titilinn vaknaði en var slegin niður strax í kjölfarið. Eins og sjá má hér að neðan hefur Twitter notandi þegar sent honum myndband frá Krikanum.

Í þættinum auglýsti Gunnlaugur einnig eftir stúdentsmynd þar sem Kári Árnason sést.

Hægt er að hafa samband við Gunnlaug í gegnum tölvupóstfangið [email protected]


Útvarpsþátturinn - Ferðalag til Englands, Jón Daði og Víkingar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner