Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. desember 2021 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Talaði við bæði Gauja og Andra Rúnar áður en hann skrifaði undir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson gekk til liðs við ÍBV á dögunum frá KR.

Fótbolti.net ræddi við hann um vistaskiptin en hann segir að Guðjón Pétur Lýðsson og Andri Rúnar Bjarnason hafi sannfært hann um að fara til Eyja.

„Ég talaði bæði við Gauja [Guðjón Pétur Lýðsson] og Andra Rúnar [Bjarnason] áður en ég skrifaði undir, þá var það aðeins byrjað þannig að það var stór partur af þessu. Svo eru menn þarna sem ég talaði svo sem ekki við en sýnir að við erum með alvöru lið."

Alex og Andri voru samherjar hjá Víkingi árið 2016. Andri hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2018 en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Andri Rúnar á leið í ÍBV.

„Það er nokkuð líklegt held ég miðað við fréttir og svona. Ég held að hann sé ekki búinn að klára neitt en ég vona að það fari að klárast. Við vorum að spjalla saman um þetta hvort það væri fræðilegur möguleiki að hann væri að koma og það var áhugi frá honum þannig þá var það spennandi," sagði Alex.

Hermann Hreiðarsson þjálfar ÍBV og Alex er mjög spenntur að vinna með honum.

„Mér líst mjög vel á það, það eru læti og hann er klár í þessu. Hann hefur nokkur ár undir beltinu í bransanum og ég hlakka til að læra af honum."

Sjá einnig:
Andri Rúnar að ganga í raðir ÍBV
Alex Freyr: Hefur blundað í mér að flytja út á land
Athugasemdir
banner
banner
banner