
Alisson, aðalmarkvörður brasilíska landsliðsins, gerði hlé á fagnaðarlátum sínum í gær eftir 4-1 sigurinn gegn Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum HM.
Alisson fór þess í stað að hugga Heung-min Son, leikmann kóreska liðsins, sem var svekktur eftir tapið.
Á meðan fögnuðu samherjar Alisson sigri liðsins.
Alisson fór þess í stað að hugga Heung-min Son, leikmann kóreska liðsins, sem var svekktur eftir tapið.
Á meðan fögnuðu samherjar Alisson sigri liðsins.
Alisson og Son þekkjast ágætlega úr ensku úrvalsdeildinni, Alisson spilar með Liverpool og Son er hjá Tottenham.
Alisson spilaði fyrstu 80 mínúturnar í gær en var þá tekinn af velli svo Weverton gæti komið við sögu í mótinu.
Alisson and Son ❤️ pic.twitter.com/o5crjvSAeK
— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) December 5, 2022
Athugasemdir