Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 08:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bierhoff hættur hjá þýska fótboltasambandinu
Mynd: Getty Images

Oliver Bierhoff íþróttastjóri þýska fótboltasambandsins hefur segt upp eftir afhroðið á HM í Katar. Hann starfaði þar sem íþróttastjóri og starfað við landsliðið síðan 2004.

Einhverjir fjölmiðlar halda því fram að Bierhoff hafi hreinlega verið rekinn en þýska sambandið hefur allavega staðfest að hann hafi látið af störfum.


Þýskaland féll úr leik í riðlakeppninni en þetta er annað heimsmeistaramótið í röð sem það gerist hjá þýska liðinu.

Hann var með yfirumsjón yfir 150 milljón evra uppbyggingu á æfingasvæði landsliðsins í Frankfurt. Þá stýrði hann þróunarverkefni landsliða á öllum stigum frá 2017 þegar hann hætti þjálfun.

„Ég sagði Bernd Neuendorf forseta þýska sambandsins frá ákvörðun minni í dag. Ég er að hreinsa brautina til að búa til nýja leið," sagði Bierhoff.


Athugasemdir
banner
banner