Brasilía sló Suður Kóreu úr leik á HM í Katar í gær með öruggum 4-1 sigri.
Richarlison, leikmaður Tottenham hefur staðið sig vel með brasilíska liðinu á HM en hann skoraði þriðja markið í leiknum.
Með þessum sigri sendi hann Son Heung-Min, liðsfélaga sinn hjá Tottenham heim.
Þeir voru mótherjar í 90 mínútur í gær en þeir föðmuðust og spjölluðu eftir leikinn.
Richarlison sendi Son kveðju á Twitter eftir leikinn.
„Ég veit hversu mikið þú lagðir á þig til að komast hingað og þess vegna ertu hetja í augum þjóðarinnar þinnar," skrifaði Richarlison.
Athugasemdir