Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 06. desember 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carlos Queiroz hættur með Katara mánuði fyrir Asíumótið
Queiroz stýrði Íran á HM 2022.
Queiroz stýrði Íran á HM 2022.
Mynd: Getty Images
Katarska knattspyrnusambandið greindi frá því í dag að það hefði gert samkomulag við Carlos Queiroz um að hann myndi hætta sem þjálfari karlalandsliðsins.

Sambandið þakkar Queiroz fyrir sín störf og óskar honum velfarnaðar.

Hinn sjötugi Queiroz, sem fæddur er í Mósambik, tók við starfinu í febrúar af Felix Sanchez. Hann stýrði liðinu í tólf leikjum; fimm unnust, fimm töp og tvö jafntefli. Hann stýrði liðinu á Gold Cup í Ameríku í sumar en þar féll liðið úr leik í átta liða úrslitum.

Síðustu tveir leikir voru í forkeppni HM 2026 og vann liðið bæði gegn Indlandi og Afganistan.

Framundan hjá Katar er Asíumótið sem hefst 12. janúar. Það fer fram einmitt í Katar. Katar er í 58. sæti FIFA listans.

Queiroz hefur marga fjöruna sopið á sínum ferli. Hann er fyrrum landsliðþsjálfari Portúgals og stýrði á sínum tíma Real Madrid á milli skeiða hjá Manchester United þar sem hann var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson.
Athugasemdir
banner
banner
banner