Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
   mið 06. desember 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn bráðefnilegi Roony Bardghji í fyrsta sinn í landsliðinu
Roony Bardghji.
Roony Bardghji.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Roony Bardghji er í sænska A-landsliðshópnum í fyrsta sinn en búið er að velja hann í hópinn fyrir verkefni í janúar.

Daniel Bäckström, sem stýrir sænska liðinu á meðan leitað er að nýjum þjálfara, hefur valið hóp sem tekur þátt í verkefni á Kýpur í janúar.

Bardghji, sem er 18 ára, hefur áður talað um vonbrigði að hafa ekki verið valinn í sænska landsliðið en hann fær núna tækifæri til að sýna sig með A-landsliðinu.

Þessi efnilegi leikmaður hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með FC Kaupmannahöfn á tímabilinu.

Jordan Larsson, sóknarmaður FCK, er einnig í hópnum og það gefur ágætis fyrirheit að Orri Steinn Óskarsson verði með íslenska landsliðinu í Bandaríkjunum í janúar. Orri Steinn er liðsfélagi Bardghji og Larsson í Kaupmannahöfn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner