Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
   mið 06. desember 2023 14:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðin fjögur sem Ísland getur mætt í umspilinu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland vann frækinn sigur gegn Danmörku í lokaleik sínum á árinu í gær. Þetta var síðasti leikur Íslands í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar en stelpurnar tóku níu stig í sex leikjum.

Það var nóg fyrir þriðja sæti riðilsins en það þýðir að Ísland fer í umspil um að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Umspilið fer fram í febrúar á næsta ári en það er ljóst hvaða liðum Ísland getur mætt.

Ísland mætir sem sagt einu af þeim fjórum liðum sem enduðu í öðru sæti í riðlum sínum í B-deild. Það eru Ungverjaland, Króatía, Bosnía og Serbía.

Dregið verður um andstæðing þann 11. desember næstkomandi.

Ísland er langt fyrir ofan öll þessi lið á heimslistanum og á að gera kröfu á okkar stelpur vinni það einvígi sem þær fá. Ef Ísland vinnur einvígi sitt, þá halda okkar stelpur sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar sem er mikilvægt upp á undankeppni EM að gera.
Athugasemdir
banner
banner
banner