Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Gerði hræðileg mistök síðast þegar hann mætti Amorim
Ruben Amorim skoraði með sleggju
Ruben Amorim skoraði með sleggju
Mynd: EPA
Nuno var í marki Porto í úrslitum deildabikarsins fyrir fjórtán árum
Nuno var í marki Porto í úrslitum deildabikarsins fyrir fjórtán árum
Mynd: Getty Images
Portúgalirnir og stjórarnir Rumen Amorim og Nuno Espirito Santo eigast við í ensku úrvalsdeildinni um helgina er Manchester United tekur á móti Nottingham Forest, en portúgalskir miðlar rifja það upp síðast þegar þessir tveir mættust á vellinum.

Nuno, sem spilaði stöðu markvarðar, var á mála hjá Porto og var í rammanum er Porto mætti Benfica í úrslitum deildabikarsins í Portúgal.

Amorim var á meðan á mála hjá Benfica en hann skoraði eitt mark í leiknum sem skráist alfarið sem mistök Nuno.

Skotið var langt fyrir utan teig og nokkuð fast en Nuno missti boltann aftur fyrir sig og í eigið net.

Carlos Martins og Oscar Cardozo skoruðu tvö til viðbótar til að tryggja Benfica titilinn.

Nuno hætti eftir tímabilið og sneri sér að þjálfun en Amorim hætti sex árum síðar.

Þeir mætast á hliðarlínunni í fyrsta sinn er Man Utd spilar við Nottingham Forest á morgun en leikurinn fer fram á Old Trafford og hefst klukkan 16:30.


Athugasemdir
banner
banner
banner