Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Como, Roma og Juve á útivelli
Mynd: EPA
Ítalski boltinn er í fullu fjöri og hefst 19. umferð deildartímabilsins í dag þegar lærlingar Cesc Fábregas í liði Como heimsækja nýliða Pisa.

AS Roma hefur verið að gera vel undir stjórn Gian Piero Gasperini og kíkir í ferðalag til Lecce síðar í dag. Þar gæti Þórir Jóhann Helgason komið við sögu í liði heimamanna, áður en nýliðar Sassuolo fá Juventus í heimsókn.

Stærri liðin eru á útivöllum í leikjum dagsins. Þau eru öll í harðri baráttu í evrópusætunum og þurfa því á sigrum að halda. Andstæðingar dagsins munu þó ekki gefa neitt eftir.

Roma og Juve eru saman í fjórða sæti með 33 stig, sex stigum á eftir toppliði Inter sem á leik til góða. Como er í næsta sæti fyrir neðan með 30 stig.

Leikir dagsins
14:00 Pisa - Como
17:00 Lecce - Roma
19:45 Sassuolo - Juventus
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 17 13 0 4 38 15 +23 39
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 17 12 1 4 26 13 +13 37
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Bologna 17 7 5 5 25 17 +8 26
8 Atalanta 18 6 7 5 21 19 +2 25
9 Lazio 18 6 6 6 18 14 +4 24
10 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
11 Torino 18 6 5 7 20 28 -8 23
12 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 18 2 6 10 18 28 -10 12
19 Verona 17 2 6 9 13 28 -15 12
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner