Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. janúar 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Örn meiddist á æfingu skömmu fyrir jól
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Óskar Örn Hauksson, vængmaður KR, meiddist í desember á ökkla.

Óskar fékk högg á ökklann á æfingu og gæti verið frá út janúarmánuð vegna meiðslanna.

Fótbolti.net heyrði í Rúnari Kristinssyni, þjálfara KR, í gærkvöldi og spurði hann út í standið á Óskari Erni og Pablo Punyed sem meiddist einnig í desember.

Sjá einnig:
Pablo Punyed í hópnum sem mætir Íslandi

Rúnar tók það fram að hann hafi ekki hitt leikmannahópinn á nýju ári en staðfesti þó að Óskar hefði meiðst á ökkla.

„Óskar fékk spark í slæman stað á ökklanum á æfingu í síðustu vikunni fyrir jól. Ekki er alveg vitað hversu lengi hann verður frá. Fyrstu svör voru að hann gæti verið frá í allt að sex vikur," sagði Rúnar Kristinsson við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Óskar Örn var valinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar í vali Fótbolta.net eftir tímabilið 2019 þegar KR varð Íslandsmeistari. Hann var einnig valinn leikmaður ársins á lokahófi KSÍ og Leikmannasamtakanna.
Athugasemdir
banner
banner