Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 07. janúar 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Wolves kallar Cutrone til baka eftir meiðsli Jimenez
Wolves hefur kallað framherjann Patrick Cutrone til baka úr láni frá Fiorentina.

Hinn 23 ára gamli Cutrone hefur spilað 34 leiki með Fiorentina síðan hann fór þangað á láni fyrir ári siðan.

Raul Jimenez, aðalframherji Wolves, höfuðkúbubrotnaði gegn Arsenal fyrir áramót og Úlfarnir hafa nú kallað Cutrone til baka til að eiga fleiri möguleika í fremstu víglínu.

Góðar fréttir bárust af Jimenez í gær en hann er byrjaður á léttum æfingum. Langur vegur er þó ennþá í að hann spili á nýjan leik.

Úlfarnir hafa einnig verið orðaðir við fleiri framherja að undanförnu og ekki er útilokað að félagið bæti við leikmanni í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner