Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. janúar 2023 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Windass sló Newcastle úr leik
Mynd: Getty Images

Sheffield Wednesday 2 - 1 Newcastle
1-0 Josh Windass ('52)
2-0 Josh Windass ('66)
2-1 Bruno Guimaraes ('69)


Afar óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós í enska bikarnum þar sem framherjinn Josh Windass sló Newcastle United úr leik með tvennu í 2-1 sigri Sheffield Wednesday.

Wednesday leikur í ensku C-deildinni, þriðju efstu deild, og voru heimamenn óheppnir að sigra ekki með tveggja marka mun í kvöld.

Staðan var markalaus í leikhlé en Windass setti tvennu í síðari hálfleik og átti svo bylmingsskot í slána úr aukaspyrnu af 30 metra færi. 

Brasilíski miðjumaðurinn Bruno Guimaraes gerði eina mark Newcastle í leiknum eftir hornspyrnu. Bruno var í rangstöðu þegar hann skoraði en ekki er notast við VAR nema á ákveðnum heimavöllum.

Newcastle sótti án afláts á lokakafla leiksins en tókst ekki að brjóta skipulagðan varnarmúr Sheffield á bak aftur. Lokatölur 2-1 fyrir Sheffield og Newcastle United er óvænt úr leik í bikarnum.


Athugasemdir
banner
banner