Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. febrúar 2020 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Elías Már með tvennu og stoðsendingu
Stórleikur hjá Elíasi.
Stórleikur hjá Elíasi.
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson fór á kostum þegar Exelsior vann útisigur á Helmond Sport í hollensku B-deildinni.

Staðan var 1-0 fyrir Excelsior í hálfleik, en í seinni hálfleik kom Elías Már að þremur mörkum. Hann skoraði á 70. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði hann aftur.

Hann lagði svo upp fjórða mark Excelsior einni mínútu eftir að hann skoraði annað mark sitt. Hreint út sagt magnaðar fjórar mínútur hjá Íslendingnum.

Helmond Sport, andstæðingur Excelsior í kvöld, náði að klóra í bakkann fyrir leikslok og voru lokatölur 4-1.

Excelsior er í sjöunda sæti B-deildarinnar. Ef deildin myndi klárast í dag þá færi Excelsior í umspil um sæti í A-deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner