þri 07. febrúar 2023 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Iraola einn af þeim sem Leeds er að skoða - Spilaði fyrir Bielsa
Andoni Iraola.
Andoni Iraola.
Mynd: Getty Images
Leeds United er núna að leita sér að nýjum stjóra eftir að félagið tók ákvörðun um að reka Jesse Marsch úr starfi í gær.

Marsch tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir að Marcelo Bielsa var rekinn. Hann rétt náði að bjarga liðinu frá falli úr deildinni.

Marsch, sem er 49 ára gamall, entist í starfinu hjá Leeds í rétt tæplega ár.

Samkvæmt The Athletic þá er Leeds að horfa til Spánar. Andoni Iraola, þjálfari Rayo Vallecano, er einn af þeim sem kemur til greina í starfið.

Iraola, sem er fertugur, er fyrrum fyrirliði Athletic Bilbao en hann hefur stýrt Rayo í tvö og hálft ár. Hann hefur byggt upp hápressulið og náð eftirtektarverðum árangri. Iraola þykir mjög efnilegur þjálfari en Leeds er að leita að langtímalausn.

Iraola spilaði fyrir Bielsa, einn dáðasta stjóra í sögu Leeds, hjá Bilbao á sínum tíma.

Leeds er sem stendur í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner