
Sittard 2-2 Zwolle
María Catharina Ólafsd. Gros og Hildur Antonsdóttir byrjuðu báðar á bekknum hjá Fortuna Sittard gegn Zwolle í hollensku deildinni í kvöld.
Þær komu báðar inn á eftir rúmlega klukkutíma leik en þetta var annar leikur Maríu fyrir félagið en hún kom frá Þór/KA á dögunum.
Sittard komst yfir aðeins fjórum mínútum síðar en Zwolle skoraði þá tvö mörk í röð, það síðara þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.
Leikmenn Sittard voru ekki búnar að segja sitt síðasta en María lagði upp jöfnunarmarkið tveimur mínútum síðar og þar við sat.
Sittard er í 3. sæti, 10 stigum á eftir Ajax og 13 stigum á eftir Twente sem er á toppnum.
Íslendingalið úr leik í bikarkeppnum
Honved er úr leik í ungverska bikarnum og NAC Breda er úr leik í þeim hollenska.
Viðar Ari Jónsson byrjaði á bekknum hjá Honved gegn Vasas í ungverska bikarnum en þessi lið eru með jafnmörg stig á botninum í deildinni.
Sydney van Hooijdonk framherji Heerenveen sökkti NAC Breda en Elías Már Ómarsson lék allan leikinn fyrir Breda. Leiknum lauk með 2-1 sigri Heerenveen þar sem van Hoojidonk skoraði bæði mörkin.
Vasas 2-0 Honved
NAC Breda 1-2 Heerenveen