Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 07. mars 2021 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keane gagnrýndi Fernandes - „Ekki vera svona mikið smábarn"
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Fernandes skoraði gegn Man City í dag.
Fernandes skoraði gegn Man City í dag.
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, var harðorður í garð Bruno Fernandes, leikmanns United, fyrir nágrannaslaginn á milli Man Utd og Man City í dag.

Fernandes hefur verið frábær á tímabilinu en átt í vandræðum á móti 'stóru sex liðunum'. Fernandes hefur verið gagnrýndur fyrir þetta.

Portúgalinn fór í viðtal við Sky Sports á dögunum og var hann spurður út í árangur sinn gegn 'stóru sex liðunum'. Hann sagði meðal annars: „Ég sé að fólk talar um að Bruno sé ekki að standa sig vel á móti 'stóru sex liðunum'. Fólk segir að Bruno missi boltann of mikið þegar við töpum."

„Í leiknum á móti Basaksehir þá skoraði ég tvö mörk en tapaði boltanum oftar en allt liðið þeirra. Samt sagði fólk að ég væri maður leiksins. Hver er tilgangurinn með þessu?"

„Ég veit að ég spilaði ekki nægilega vel í síðustu tveimur leikjum. Ég þarf ekki að sjá tölfræðina til að vita það, ég veit þegar ég spila vel eða illa."

„Ég sá að Luke Shaw sagði að fólk hugsi meira um tölfræði en frammistöðu. Það er sannleikurinn. Fólk horfir bara á mörkin og stoðsendingarnar mínar, ekki frammistöðuna."

„Það gerir mig stundum sorgmæddan þegar fólk sem þekkir fótbolta segir hluti sem ég er ekki sammála. Það er sorglegt að sjá fólk tala illa um liðið, liðsfélagana mína og mig," sagði Fernandes.

Keane var sérfræðingur á Sky Sports í dag og þar var hann spurður út í viðtalið sem Fernandes fór í.

„Mér fannst þetta furðulegt. Þetta var bara kjaftæði. Hugsaðu bara um að vera fótboltamaður," sagði Keane.

„Hann er búinn að standa sig frábærlega. En hann er að spila fyrir Manchester United og ef hann stendur sig ekki vel í ákveðnum leikjum, þá verður hann gagnrýndur."

Keane talaði um það að Fernandes væri lykilmaður en líkamstjáning hans væri stundum ekki frábær.

„Við höfum séð hann vera tekinn af velli í nokkrum leikjum og líkamstjáning hans hefur ekki verið góð. Það er ekkert að því að vera tekinn af velli og hrista höfuðið í tíu sekúndur. En ef þú ert að fara af velli og einn liðsfélagi þinn er að koma inn á, þá er ekki í lagi að kasta handleggjunum upp í loftið. Það er vanvirðing."

„Þið talið um leiðtoga. Ef ég væri að koma inn á og leikmaðurinn sem væri að fara út af myndi hrista höfuðið og næstum því vanvirða mig - 'ó, er ég að koma út af fyrir þig' - þá myndi ég ræða við hann í búningsklefanum. Hann hefur gert þetta oft," sagði Keane.

„Þetta snýst allt um það sem þú gerir inn á fótboltavellinum. Ég veit að fótboltamenn þurfa að fara í viðtöl og svona, en ekki láta það fara í taugarnar á þér. Ekki vera svona mikið smábarn og einbeittu þér að leiknum."

Fernandes átti prýðisleik gegn Manchester City eftir ummæli Keane. Man Utd vann leikinn 2-0.
Athugasemdir
banner
banner