Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. mars 2021 08:00
Victor Pálsson
Klopp: Gefumst aldrei upp í deildinni
Mynd: Getty Images
Liverpool mun ekki spara leikmenn í ensku úrvalsdeildinni til að einbeita sér að annarri keppni, Meistaradeildinni.

Þetta segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, en liðið situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.

Talað er um að besta leið Liverpool að komast aftur í Meistaradeildina væri að vinna þá keppni á þessu tímabili.

„Ég get ekki hugsað um Meistaradeildina núna því við þurfum að komast í gegnum erfiða umferð," sagði Klopp.

„Við spilum þessa þrjá leiki í vikunni með tveggja daga millibili. Fimmmtudag, sunnudag og miðvikudag sem er erfitt."

„Við sjáum til hverjig verða í liðinu á sunnudag og hverjig gera spilað á miðvikudag en það þýðir ekki að við séum að gefast upp í úrvalsdeildinni, það mun aldrei gerast."
Athugasemdir
banner
banner