Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. mars 2021 16:26
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: Þrjú rauð í sigri Grindavíkur - KF vann Tindastól
Mark og rautt.
Mark og rautt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einum leik í A-deild í Lengjudeild karla var að ljúka en hann fór fram í riðli númer 1.

Þar áttust við Lengjudeildarliðin Grindavík og Víkingur frá Ólafsvík.

Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik með mörkum frá Guðmundi Magnússyni og Viktor Guðberg Haukssyni.

Bjartur Bjarmi Barkarson gerði hins vegar tvennu fyrir Víking í síðari hálfleik og jafnaði metin. Það var svo Nemanja Latinovic sem tryggði þeim gulklæddu stigin þrjú með stórglæsilegu marki.

Þrjú rauð spjöld komu á síðustu tíu mínútum leiksins. Guðmundur Magnússon fékk sitt annað gula spjald á 81. mínútu og þá Hlynur Sævar Jónsson sömu leið hjá Víking. Viktor Guðberg Hauksson fékk síðan rautt spjald fyrir Grindavík á 88. mínútu.

Grindavík er með sex stig eftir fjóra leiki en Víkingur er enn án stiga.

Í B-deild karla áttust við Tindastóll og KF. Gestirnir frá KF unnu 2-3 útisigur þar sem Oumar Diouck gerði tvennu fyrir 2. deildarliðið.

KF er með sex stig eftir tvo leiki en Tindastóll er enn án stiga.
Athugasemdir
banner
banner