banner
   mið 07. apríl 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Aron Þrándar aftur í liði umferðarinnar - Nýtur sín eftir þjálfaraskipti
Aron Elís Þrándarson í leiknum gegn Horsens.
Aron Elís Þrándarson í leiknum gegn Horsens.
Mynd: Getty Images
Aron Elís Þrándarson er valinn í úrvalslið umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni en hann átti góðan leik í 1-1 jafntefli gegn Horsens á sunnudaginn.

„Áfram heldur Aron að standa sig frábærlega eftir að Michelsen þjálfari var látinn fara og OB fór að spila honum í réttri stöðu. Aftur í liði vikunnar, núna eftir jafntefli gegn Horsens var lang besti maður OB í þeim leik," skrifar Orri Rafn Sigurðarson, lýsandi hjá Viaplay, á Twitter.

Aron hefur farið í stærra hlutverk eftir að Jakob Michelsen var látinn fara og Michael Hemmingsen tók við sem þjálfari tímabundið. Hemmingsen hefur látið Aron í lykilhlutverk á miðjunni.

Hinn 26 ára gamli Aron var einnig valinn í úrvalslii umferðarinnar fyrir landsleikjahlé.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner