 
        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Ingibergur Kort Sigurðsson er genginn í raðir Víkings í Ólafsvík og mun spila með liðinu næstu tvö tímabilin.
Ingibergur er 22 ára gamall og verður 23 ára seinna í mánuðinum. Hann hefur áður leikið með félaginu því hann var að láni hjá Víkingi sumarið 2018 og stóð sig vel, skoraði þrjú mörk.
Alls hefur Ingibergur leikið 77 leiki í deild og bikar og skorað fimmtán mörk.
                
                                    Ingibergur er 22 ára gamall og verður 23 ára seinna í mánuðinum. Hann hefur áður leikið með félaginu því hann var að láni hjá Víkingi sumarið 2018 og stóð sig vel, skoraði þrjú mörk.
Alls hefur Ingibergur leikið 77 leiki í deild og bikar og skorað fimmtán mörk.
Ingibergur kemur frá Fjölni en hann er uppalinn hjá Hvöt og hefur einnig leikið með Njarðvík.
„Við bjóðum Ingiberg velkominn aftur heim í Ólafsvík," segir í tilkynningu Víkings.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        