Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 07. apríl 2021 21:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Gissurarson í Reyni (Staðfest)
Í leik með Reyni 2018
Í leik með Reyni 2018
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Markvörðurinn Rúnar Gissurarson er gengin í raðir Reynis í Sandgerði. Rúnar er 34 ára gamall Sandgerðingur og er því mættur á heimaslóðir.

Rúnar var fyrirliði Reynis þegar liðið fór upp úr 4. deild sumarið 2018 en lék með Njarðvík síðasta sumar. Hann hefur einnig leikið með Víði og Þrótti Vogum á sínum ferli. Alls á hann 147 leiki í deild og bikar.

Reynir leikur í 2. deild í sumar eftir að hafa komist upp úr 3. deild í fyrra.

„Við færum ykkur einstaklega ánægjuleg tíðindi sem ættu svo sannarlega að ylja öllum stuðningsmönnum okkar í vorhretinu."

„Markvörðurinn Rúnar Gissurarson, oft nefndur Hr. Reynir, er kominn heim.
Rúnar, sem er 34 ára gamall Sandgerðingur, hefur leikið 184 mótsleiki á meistaraflokksferlinum."

„Hann var fyrirliði liðs okkar sem sigraði 4. deildina með yfirburðum 2018.
Árið 2020 söðlaði hann um og lék með Njarðvík í 2. deild en snýr nú til baka reynslunni ríkari.
Náðst hafa samningar um að hann leiki með okkur á komandi tímabili og vill stjórn ksd. Reynis nýta tækifærið og bjóða hann hjartanlega velkominn til baka,"
segir í tilkynningu Reynis.
Athugasemdir
banner
banner
banner