Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sólveig deildarmeistari í háskólaboltanum
Í leik með Fylki síðasta sumar.
Í leik með Fylki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen varð á dögunum deildarmeistari í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Sólveig spilar með University of South Florida sem tryggði sér síðastliðinn sunnudag sigur í American Athletic deildinni, fjórða árið í röð. Framundan er úrslitakeppni.

Hér heima mun Sólveig spila með Val í sumar en hún gekk í raðir Hlíðarendafélagsins síðasta vetur.

Sólveig, sem er tvítug, hefur leikið 44 leiki í efstu deild og skorað í þeim tvö mörk og þá á hún 32 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hún hefur einnig spilað með Breiðablik og Fylki hér heima.


Sólveig spilar með Val í sumar.




Athugasemdir
banner
banner