Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   sun 07. apríl 2024 16:11
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Erum ekki með aðstöðu til að spila í neinni deild á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra stýrði liði sínu í dag í fyrsta leik félagsins í efstu deild. Leikar enduðu 2-0 fyrir Fram, og því ekki óskabyrjun á tímabilinu,


Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Vestri

„Við vorum alls ekki nægilega góðir, við vorum slakir í fyrri hálfleik og öllu skárri í seinni hálfleik en heilt yfir bara ekki nægilega góð frammistaða hjá okkur. Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur."

Vestra liðið hefur þurft að glíma við erfiðar æfingar aðstæður þar sem þeir hafa ekki getað æft jafn vel og önnur lið í deildinni.

„Vestri vissi það fyrir löngu síðan, áður en var farið inn í þetta verkefni að reyna að koma liðinu upp í efstu deild, að við værum ekki með aðstöðu til að vera í efstu deild, og jafnvel í raun og veru ekki með aðstöðu til þess að vera í neinni deild á Íslandi. Hún er náttúrulega algjörlega óboðleg, en hefur það áhrif? Nei. Við vissum þetta og erum búnir að vita af þessu lengi, og við æfum við aðeins öðruvísi aðstæður en aðrir en það á ekki að saka það að við erum algjörlega orkulausir hérna í fyrri hálfleik og skilum ekki af okkur því orkustigi sem við óskuðum eftir eða ætluðumst til af okkur sjálfum. Það er eitthvað sem er ekki hægt að kenna neinu um nema sjálfum okkur."

Liðið óx inn í seinni hálfleikinn og var farið að skapa sér hættulegar stöður, þó að liðinu hafi ekki tekist að skora mark.

„Seinni hálfleikurinn er öllu skárri, þá var svona sviðsskrekkurinn farinn úr okkur að vera að spila á þessu stigi. Vonandi náum við bara að tengja seinni hálfleikinn, eða þessa góðu hluta af seinni hálfleik aðeins inn í komandi leiki. Þetta er byrjað, það er gott að menn fái bara aðeins löðrung í andlitið, það er bara jákvætt að það sé þannig, við verðum bara að horfa á það þannig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner