Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 07. apríl 2024 16:11
Haraldur Örn Haraldsson
Davíð Smári: Erum ekki með aðstöðu til að spila í neinni deild á Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra stýrði liði sínu í dag í fyrsta leik félagsins í efstu deild. Leikar enduðu 2-0 fyrir Fram, og því ekki óskabyrjun á tímabilinu,


Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Vestri

„Við vorum alls ekki nægilega góðir, við vorum slakir í fyrri hálfleik og öllu skárri í seinni hálfleik en heilt yfir bara ekki nægilega góð frammistaða hjá okkur. Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur."

Vestra liðið hefur þurft að glíma við erfiðar æfingar aðstæður þar sem þeir hafa ekki getað æft jafn vel og önnur lið í deildinni.

„Vestri vissi það fyrir löngu síðan, áður en var farið inn í þetta verkefni að reyna að koma liðinu upp í efstu deild, að við værum ekki með aðstöðu til að vera í efstu deild, og jafnvel í raun og veru ekki með aðstöðu til þess að vera í neinni deild á Íslandi. Hún er náttúrulega algjörlega óboðleg, en hefur það áhrif? Nei. Við vissum þetta og erum búnir að vita af þessu lengi, og við æfum við aðeins öðruvísi aðstæður en aðrir en það á ekki að saka það að við erum algjörlega orkulausir hérna í fyrri hálfleik og skilum ekki af okkur því orkustigi sem við óskuðum eftir eða ætluðumst til af okkur sjálfum. Það er eitthvað sem er ekki hægt að kenna neinu um nema sjálfum okkur."

Liðið óx inn í seinni hálfleikinn og var farið að skapa sér hættulegar stöður, þó að liðinu hafi ekki tekist að skora mark.

„Seinni hálfleikurinn er öllu skárri, þá var svona sviðsskrekkurinn farinn úr okkur að vera að spila á þessu stigi. Vonandi náum við bara að tengja seinni hálfleikinn, eða þessa góðu hluta af seinni hálfleik aðeins inn í komandi leiki. Þetta er byrjað, það er gott að menn fái bara aðeins löðrung í andlitið, það er bara jákvætt að það sé þannig, við verðum bara að horfa á það þannig."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner