fös 07. maí 2021 19:37
Brynjar Ingi Erluson
Níu Ofurdeildarfélög sleppa við bann - Óvíst með Barcelona, Juventus og Real Madrid
Aleksander Ceferin, forseti UEFA
Aleksander Ceferin, forseti UEFA
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid og Ofurdeildarinnar, neitar að draga félagið úr keppni
Florentino Perez, forseti Real Madrid og Ofurdeildarinnar, neitar að draga félagið úr keppni
Mynd: Getty Images
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur ákveðið sekta þau níu félög sem sögðu sig úr Ofurdeildinni en óvíst er hvað verður um Barcelona, Juventus og Real Madrid sem hafa ekki enn dregið sig úr keppninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UEFA.

Ofurdeildin var sett á laggirnar í síðasta mánuði en tólf félög komu að stofnun deildarinnar.

Markmiðið var að skapa meiri tekjur og spila fleiri leiki gegn toppliðum en planið var þó ekki úthugsað og aðeins tveimur sólarhringum eftir að deildin var kynnt þá var búið að blása keppnina af.

Öll ensku úrvalsdeildarfélögin sögðu sig úr keppninni og báðust afsökunar og þá fylgdu Atlético, Inter og Milan á eftir. UEFA hefur ákveðið að sekta félögin um 15 milljónir evra samanlagt en sá peningur fer í barna- og unglingastarf víðsvegar um Evrópu.

Þá verður dregið 5 prósent af öllum tekjum sem félögin fá frá UEFA fyrir þetta tímabil.

UEFA ákvað að minnka refsinguna þar sem félögin ákváðu að segja sig strax úr keppninni en nú liggur nýr samningur á borðinu. Í honum kemur skýrt fram að ef félag ákveður að yfirgefa keppnir á vegum UEFA aftur þá þarf að greiða 87 milljónir punda í sekt.

Enn er þó óvíst með Barcelona, Juventus og Real Madrid sem hafa ekki yfirgefið Ofurdeildina. UEFA hefur tilkynnt að það fer fyrir aganefnd sambandsins en ljóst er að þau félög gætu fengið töluvert þyngri refsingu ef þau segja sig ekki úr deildinni á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner