Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 07. maí 2021 11:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: KA 
Vladan Djogatovic til KA á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vladan Djogatovic er kominn í KA á láni frá Grindavík út tímabilið. Þetta staðfesti KA í morgun.

Vladan er 36 ára gamall og kom til Íslands árið 2019 og lék með liðinu síðustu tvö tímabil.

Aron Dagur Birnuson var fenginn til Grindavíkur fyrir þetta tímabil og honum ætlaði að verja mark liðsins í Lengjudeildinni. Aron Dagur kom einmitt frá KA.

Vladan er Serbi og áður en hann kom til Grindavíkur hafði hann leikið í Serbíu allan sinn feril.

Vladan var frjálst að halda annað og greip KA tækifærið vegna meiðsla Kristijan Jajalo sem verður frá fram í ágúst. Jajalo handleggsbrotnaði fyrir rúmri viku síðan.

„Það var því mikilvægt að bregðast við stöðunni og afar jákvætt að fá inn jafn sterkan leikmann og Vladan er með jafn skömmum fyrirvara. Við bjóðum Vladan velkominn í KA en hann kemur til móts við leikmannahópinn um helgina," segir í tilkynningu KA á heimasíðu félagsins.

KA mætir KR í annarri umferð Pepsi Max-deildarinnar í kvöld. Vladan kemur til með að veita Stubb, Steinþóri Má Auðunssyni, samkeppni um markvarðarstöðuna. Stubbur hélt hreinu gegn HK í fyrstu umferð og mun verja mark liðsins gegn KR í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner