lau 07. maí 2022 12:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Víðir og Vængir Júpíters byrja á sigri
jóhann Þór Arnarsson í leik með Keflavík árið 2020
jóhann Þór Arnarsson í leik með Keflavík árið 2020
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótboltasumarið á Íslandi er komið á fulla ferð en 3. deildin hófst í gær með tveimur leikjum.


KFG fékk Víði í heimsókn í Miðgarð. Markið lét bíða eftir sér en Jóhann Þór Arnarsson skoraði eina mark leiksins þegar rúmar 10 mínútur voru eftir og gestirnir fóru heim með þrjú stig í pokanum.

Í hinum leiknum áttust við Vængir Júpíters og Kormákur/Hvöt.

Nafnarnir Daníel Smári Sigurðsson og Daníel Ingvar Ingvarsson sáu til þess að Vængirnir voru með 2-0 forystu í hálfleik. Kormáki/Hvöt tókst að klóra í bakkann í uppbótartíma en þar var að verki Ingvi Rafn Ingvarsson. 2-1 sigur Vængjanna staðreynd.

KFG 0-1 Víðir
0-1 Jóhann Þór Arnarsson ('79 )

Vængir Júpíters 2-1 Kormákur/Hvöt
1-0 Daníel Smári Sigurðsson ('12 )
2-0 Daníel Ingvar Ingvarsson ('33 )
2-1 Ingvi Rafn Ingvarsson ('90 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner