Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. júlí 2020 22:42
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Arsenal og Leicester: Ceballos bestur
Ceballos og Saka voru flottir í dag.
Ceballos og Saka voru flottir í dag.
Mynd: Getty Images
Arsenal og Leicester City skildu jöfn í siðasta leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Pierre-Emerick Aubameyang kom heimamönnum í Arsenal yfir í fyrri hálfleik og jafnaði Jamie Vardy í þeim síðari. Aubameyang skoraði eftir frábæran undirbúning frá Bukayo Saka á meðan Vardy stýrði fyrirgjöf Demarai Gray í netið.

Arsenal var betri aðilinn stærsta hluta leiksins en gestirnir frá Leicester tóku völdin þegar heimamenn misstu mann af velli.

Eddie Nketiah kom inn í seinni hálfleik og fékk beint rautt spjald fyrir háskaleik skömmu síðar. Fréttamaður Sky Sports gaf honum ekki í einkunn í kvöld en áhrif hans voru gríðarlega neikvæð.

Gangur leiksins breyttist eftir spjaldið og náðu gestirnir að setja inn jöfnunarmark.

Dani Ceballos, miðjumaður Arsenal, var valinn maður leiksins á Sky Sports. Allir aðrir í liði Arsenal, að undanskildum markverðinum Emiliano Martinez, fengu 7 í einkunn. Hálft lið Leicester fékk 7 fyrir sitt framlag og hinn helmingurinn 6.

Arsenal: Martinez (6), Mustafi (7), Luiz (7), Kolasinac (7), Bellerin (7), Ceballos (8), Xhaka (7), Tierney (7), Saka (7), Lacazette (7), Aubameyang (7).
Varamaður: Willock (5)

Leicester: Schmeichel (7), Justin (7), Evans (7), Soyuncu (6), Bennett (6), Perez (7), Tielemans (7), Ndidi (6), Albrighton (6), Iheanacho (6), Vardy (7).
Athugasemdir
banner
banner
banner