Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. júlí 2020 15:00
Innkastið
Hverjir verða í hjarta varnarinnar hjá Víkingi gegn Val?
Tómas Guðmundsson í leik með Víkingi árið 2015.
Tómas Guðmundsson í leik með Víkingi árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðverðirnir Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson verða allir í leikbanni þegar Víkingur R. fær Val í heimsókn í Pepsi Max-deildinni annað kvöld.

Leikmennirnir mynduðu þriggja manna vörn Víkings gegn KR en þeir fengu síðan allir að líta rauða spjaldið í leiknum og skilja eftir sig stórt skarð.

„Víkingarnir búa mjög það því að hafa gríðarlega reynslu og þekkingu í öftustu línu. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér svo góða miðvarðaþrenningu í íslenskum fótbolta," sagði Arnar Hallsson í leikgreiningu sinni um leikinn.

Í Innkastinu á Fótbolta.net í gær var skoðað hvað Víkingur mun gera gegn Val en Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, gæti farið aftur í fjögurra manna vörn með tvö miðverði.

Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Tómas Guðmundsson mun væntanlega koma inn í liðið en hann tók skóna af hillunni í vetur. Spurning er hver eða hverjir verða við hlið hans í hjarta varnarinnar.

Bakverðirnir Davíð Örn Atlason og Dofri Snorrason gætu komið til greina sem og miðjumaðurinn Júlíus Magnússon. Þetta var meðal annars til umræðu í Innkastinu í gær.

„Það sem er mest svekkjandi fyrir Víking er að þetta er kannski að skemma næsta leik líka," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Sjá einnig:
Leikurinn - Tuttugu og fimm mínútna taktísk veisla í farangrinum
Innkastið - Vanstilltir dómarar og völlur sem ræður úrslitum
Athugasemdir
banner
banner
banner