Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 07. júlí 2021 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM: England í úrslit eftir umdeildan vítaspyrnudóm
Mynd: EPA
England 2 - 1 Denmark
0-1 Mikkel Damsgaard ('30 )
1-1 Simon Kjaer ('39 , sjálfsmark)
1-1 Harry Kane ('104 , Misnotað víti)
2-1 Harry Kane ('104 )

England er komið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu og mæta þar Ítalíu. Það var umdeildur vítaspyrnudómur sem skildi liðin að.

Danir byrjuðu leikinn af miklum krafti og þeir tóku sanngjarnt forystuna er Mikkel Damsgaard skoraði beint úr aukaspyrnu eftir hálftíma leik. Jordan Pickford, markvörður Englands, hefði átt að gera betur.

Englendingar svöruðu markinu vel og þeir jöfnuðu metin fyrir leikhlé með sjálfsmarki Simon Kjær.

Staðan var 1-1 í hálfleik en Englendingar tóku öll völd á vellinum í seinni hálfleik og virtist öll orka úr Dönum. Seinni var hálfleikurinn var algjörlega eign Englendinga. Danir hafa þurft að ferðast víðs vegar um Evrópu síðustu vikur á meðan Englendingar hafa haft það notalegt að mestu heima fyrir. Englendingar hafa spilað fimm af sex leikjum sínum á Wembley.

Englendingar náðu hins vegar ekki að skora. Kasper Schmeichel var stórkostlegur í marki Danmerkur.

Þetta var orðið erfitt fyrir Dani og þeir lentu undir í fyrri hálfleik framlengingar. Það sem er sárt fyrir þá er að markið kom eftir vítaspyrnu, mjög umdeilda vítaspyrnu. Raheem Sterling féll innan teigs, ansi auðveldlega verður að segjast. Hollenskur dómari leiksins benti á vítapunktinn og hélt sig við það eftir VAR-skoðun.

Sjá einnig:
Mikið talað um víti Englands - „Hvernig er þetta víti?"

Eftirleikurinn var auðveldur fyrir England gegn orkulausum Dönum, og þeir mæta Ítalíu á sunnudag.

Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Englands á stórmóti síðan 1966 er þeir urðu heimsmeistarar.


Athugasemdir
banner
banner
banner