Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 07. júlí 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Marcao efstur á lista hjá Sevilla
Marcao hefur spilað 141 leik á þremur og hálfu ári hjá Galatasaray.
Marcao hefur spilað 141 leik á þremur og hálfu ári hjá Galatasaray.
Mynd: EPA

Sevilla mun líklega missa franska miðvörðinn Jules Kounde í sumar og er brasilíski miðvörðurinn Marcao efstur á lista yfir mögulega arftaka hans.


Marcao hefur verið lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Galatasaray undanfarin þrjú ár en þessi varnarmaður hefur aldrei spilað fyrir brasilíska landsliðið.

Marcao er 26 ára gamall og einnig eftirsóttur af Zenit. Bæði Sevilla og Zenit eru búin að bjóða í leikmanninn.

Sevilla bauð 12 milljónir evra á meðan Zenit bauð 15 milljónir en leikmaðurinn sjálfur er staðráðinn í því að fara frekar til Sevilla.

Óljóst er hvenær Zenit getur tekið aftur þátt í Evrópukeppnum meðan Rússlandsher ræðst á Úkraínu.

Sevilla endaði í fjórða sæti spænsku deildarinnar í vor og spilar því í Meistaradeildinni í haust.


Athugasemdir
banner
banner
banner