Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 07. ágúst 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Cavani færist nær Boca Juniors
Edinson Cavani fer til Argentínu
Edinson Cavani fer til Argentínu
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Edinson Cavani verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður argentínska stórliðsins Boca Juniors á næstu dögum en þetta kemur fram í argentínskum miðlum.

Þessi 35 ára gamli framherji er án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United í sumar.

Hann hefur spilað fyrir félög á borð við Paris Saint-Germain, Palermo og Napoli á ferli sínum en er nú reiðubúinn að halda aftur til Suður-Ameríku.

Cavani hefur síðustu vikur skoðað tilboð frá Bandaríkjunum og frá liðum í Suður-Ameríku en er nú skrefi nær því að ganga í raðir argentínska félagsins Boca Juniors.

Viðræður eru á lokastigi og er nú útlit fyrir að hann verði kynntur á næstu dögum.

Cavani á 372 mörk í 645 leikjum á ferli sínum og þá hefur hann spilað 133 landsleiki fyrir Úrúgvæ og skorað 58 mörk, en Luis Suarez er sá eini sem hefur skorað fleiri landsliðsmörk en hann, eða 68 talsins.
Enski boltinn - Bergmann bræður rýna í Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner