Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 07. ágúst 2022 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sevilla búið að ná samkomulagi við Isco
Sevilla hefur náð samkomulagi við Isco um að þessi þrítugi spánverji gangi til liðs við félagið. Hann kemur á frjálsri sölu frá Real Madrid.

Hann gekk til liðs við Real Madrid frá Malaga árið 2012 en hann hefur unnið spænsku deildina þrisvar og Meistaradeildina fimm sinnum með Madridar liðinu.

Félagsskiptin munu formlega ganga í gegn á morgun þegar hann hefur lokið læknisskoðun.

Hann lék 38 landsleiki og skoraði 12 mörk á árunum 2013-2019.


Athugasemdir
banner
banner