Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 07. ágúst 2024 23:40
Sölvi Haraldsson
Patrik Orri framlengir við Gróttu (Staðfest)
Lengjudeildin
Patrik verður áfram á Nesinu.
Patrik verður áfram á Nesinu.
Mynd: Grótta

Patrik Orri Pétursson, leikmaður Gróttu, hefur framlengt samning sinn við félagið út tímabilið 2026.


Patrik kom til Gróttu í 2. flokki og hefur leikið 82 meistaraflokksleiki fyrir félagið síðan. Hann spilar í hægri bakverði og þekktur fyrir sín löngu innköst.

Magnús Örn Helgason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Gróttu, hafði þetta að segja um framlenginguna á samningi Patriks.

Félagið vill auðvitað skila eins mörgum uppöldum leikmönnum og kostur er úr yngri flokkunum upp í meistaraflokk. En ungt fólk eins og Patrik Orri sem finnur sér nýtt fótboltaheimili á Nesinu er ómetanlegt. Ég get minnst á Guðmund Martein Hannesson leikjahæsta leikmann félagsins, Sigurvin Reynisson, Halldór Kristján Baldursson, Gabríel Hrannar Eyjólfsson og aðra sem hafa verið frábærir þjónar fyrir Gróttu í gegnum árin. Patti er bara 24 ára og verður áður en langt um líður nefndur í sömu andrá og þessir leikmenn. Það eru góð tíðindi að félagið njóti krafta hans áfram.

Patrik Orri sjálfur fagnar því að hafa framlengt samning sinn hjá Gróttu.

Mér líður einstaklega vel á Nesinu og þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um áður en ég samdi aftur. Grótta hefur búið til einstakt umhverfi sem ég var ekki tilbúinn að kveðja. Ég hef fulla trú á liðinu og er gríðarlega spenntur fyrir komandi árum.

Grótta leikur í Lengjudeildinni og eru í fallsæti eins og staðan er núna. Þeir eiga leik á laugardaginn næst þegar þeir fá Dalvík/Reyni í heimsókn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner