Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson, sem gekk nýlega í raðir Vestra, varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu á mánudaginn og verður því frá út tímabilið.
Sveinn var fenginn frá Val til að fylla skarð Marvins Darra sem hafði verið varamarkvörður liðsins en hann er að setjast á skólabekk.
„Við óskum Sveini góðan bata og hlökkum til sjá hann sem fyrst á vellinum aftur," segir í tilkynningu Vestra en félagið hefur þegar fengið inn nýjan markvörð.
Sá er danskur og heitir Benjamin Schubert. Hann er með reynslu úr fyrstu og annari deild í Danmörku og efstu deild í Færeyjum. Á síðasta tímabili lék hann með B68 í Tóftum í færeysku Betri deildinni.
Sveinn var fenginn frá Val til að fylla skarð Marvins Darra sem hafði verið varamarkvörður liðsins en hann er að setjast á skólabekk.
„Við óskum Sveini góðan bata og hlökkum til sjá hann sem fyrst á vellinum aftur," segir í tilkynningu Vestra en félagið hefur þegar fengið inn nýjan markvörð.
Sá er danskur og heitir Benjamin Schubert. Hann er með reynslu úr fyrstu og annari deild í Danmörku og efstu deild í Færeyjum. Á síðasta tímabili lék hann með B68 í Tóftum í færeysku Betri deildinni.
Vestri situr í neðsta sæti Bestu deildarinnar en getur komið sér upp úr fallsæti með því að vinna ÍA á heimavelli sínum í kvöld. Hinn sænski William Eskelinen er aðalmarkvörður Vestra.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir