
Í kvöld hefst 12. umferð Bestu deildar kvenna. Margrét Lára Viðarsdóttir var með fjóra rétta þegar hún spáði í síðustu umferð en önnur markamaskína, Guðmunda Brynja Óladóttir, spáir í næstu leiki.
Fram 0 - 3 Breiðablik (18:00 í kvöld)
Breiðblik er búið að vera on fire í deildinni, búin að skora lang mest og eru ekkert að fara að slaka á í þessum leik. Mæta skemmtilegu liði Framara þar sem reynslan í Breiðabliksliðinu nær að stoppa öll vopnin sem Framarar erum með fram á við. Agla María verður líklega með 2-3 stoðsendingar eins og hún hefur verið með í öllum leikjum í smar. Berglind Björg skorar 2 mörk og verður lang markahæst eftir þessa umferð.
Stjarnan 2 - 1 Tindastóll (18:00 í kvöld)
Stjarnan hefur verið upp og niður í sumar – einstaka góð úrslit en einnig klaufaleg töp. Tindastóll er engu að síður baráttuglaðar og láta Stjörnuna alveg hafa fyrir þessum stigum. Verður jafn og skemmtilegur leikur áður en fyrirliðinn Anna María skorar með skall og tryggir Stjörnunni stiginn 3 í blálokin.
Þór/KA 1 - 1 Valur (18:00 í kvöld)
Alltaf erfitt að fara á Akureyri. Þór/KA eru góðar á heimavelli og Valur hefur ekki verið í sínum besta gír í sumar og vilja gera betur eftir erfðiar leiki eftir frí. Verður lokaður leikur þar sem bæði liðin vilja ekki gefa mikið af færum. Sandra María tekur þetta í sínar hendur fyrir Þór/Ka og sýnir alvöru gæði á meðan Elín Metta sem er búin að finna skotskóna jafnar fyrir Val
Þróttur R. 3 - 1 Víkingur R. (18:00 á morgun)
Hér mætast lið á sitthvorum enda töflunnar. Þróttur eru í titilbaráttu með frábæran taktískan aga og markaskorara sem refsa um leið og færi gefst. Víkingur eru að ströggla við að halda hreinu og hafa fengið á sig 27 mörk. Á von á því að Þórdís Hrönn skori loksins en það dugir ekki til í þessum leik
FHL 0 - 4 FH (14:00 á laugardag)
FH eru í alvöru vegferð og það er ekkert sem getur stoppað þær. Ferðalagið austur á bara eftir að þjappa hópnum saman og þetta verður þægilegur sigur fyrir þær.
Fyrri spámenn:
Adda Baldurs (5 réttir)
Margrét Lára (4 réttir)
Magnús Haukur (4 réttir)
Vigdís Lilja (4 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Orri Rafn (3 réttir)
Guðrún Karitas (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Gylfi Tryggvason (3 réttir)
Emelía Óskarsdóttir (3 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)
Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deild kvenna eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 12 | 10 | 1 | 1 | 46 - 8 | +38 | 31 |
2. FH | 11 | 8 | 1 | 2 | 26 - 12 | +14 | 25 |
3. Þróttur R. | 11 | 8 | 1 | 2 | 24 - 11 | +13 | 25 |
4. Þór/KA | 11 | 6 | 0 | 5 | 19 - 18 | +1 | 18 |
5. Valur | 12 | 4 | 3 | 5 | 14 - 18 | -4 | 15 |
6. Fram | 11 | 5 | 0 | 6 | 15 - 24 | -9 | 15 |
7. Tindastóll | 11 | 4 | 1 | 6 | 17 - 20 | -3 | 13 |
8. Stjarnan | 11 | 4 | 0 | 7 | 12 - 24 | -12 | 12 |
9. Víkingur R. | 11 | 3 | 1 | 7 | 18 - 27 | -9 | 10 |
10. FHL | 11 | 0 | 0 | 11 | 5 - 34 | -29 | 0 |
Athugasemdir