Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
banner
   fös 23. maí 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðrún Karítas spáir í 7. umferð Bestu kvenna
Guðrún Karítas Sigurðardóttir með syni sínum.
Guðrún Karítas Sigurðardóttir með syni sínum.
Mynd: Helgi Bjarnason
Berglind Björg er markahæsti leikmaður deildarinnar.
Berglind Björg er markahæsti leikmaður deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Elín Metta að skora?
Nær Elín Metta að skora?
Mynd: Valur
Besta deild kvenna heldur áfram að rúlla um helgina en sjöunda umferð deildarinnar byrjar í kvöld með þremur leikjum. Það er svo líka spilað á morgun og á sunnudaginn.

Guðrún Karítas Sigurðardóttir, sóknarmaður Fylkis, spáir í leikina sem eru framundan.

Fram 1 – 3 Tindastóll (17:30 í kvöld)
Eftir sterkan sigur í síðustu umferð mun Tindastóll halda áfram á sigurbraut og tryggja sér góðan útisigur gegn Fram. Elísa Bríet mun skora eitt mark og Makala Woods mun nýta hraðann sinn vel til að bæta við tveimur mörkum. Alda mun svara fyrir Fram og minnka muninn, en það mun ekki nægja til að ná í stig að þessu sinni.

FH 0 – 4 Breiðablik (18:00 í kvöld)
Breiðablik mun halda áfram sterku gengi og sækja þrjú stig í Hafnarfirði. Berglind Björg, sem hefur byrjað tímabilið af miklum krafti, mun skora þrennu og ná þar með 10 mörkum í deildinni. Fjórða markið mun annaðhvort koma frá Samantha Smith eða Heiðdísi, sem gæti jafnvel laumað sér fram. Varnarleikurinn verður áfram traustur og Blikarnir munu halda hreinu.

Valur 2 - 1 Víkingur (18:00 í kvöld)
Tvö lið sem hafa ekki náð sínu besta fram að þessu mætast í jafnri viðureign. Valur vinnur nauman sigur þar sem Fanndís Friðriksdóttir skorar fyrir Val og Linda Líf skorar fyrir Víking. Ég finn síðan á mér að Elín Metta muni skora sitt fyrsta mark eftir barnsburð og tryggja þeim þrjú stigin.

Þór/KA 4 - 1 Stjarnan (13:00 á morgun)
Sandra María Jessen heldur áfram að skora og setur aðra þrennu sína á tímabilinu. Karen María bætir við fjórða markinu. Þótt Stjarnan hafi unnið 3 af síðustu 4 leikjum, þá held ég að það verði erfitt að stöðva sóknarleik Þór/KA á heimavelli.

FHL 0 - 4 Þróttur R. (14:00 á sunnudag)
FHL leitar enn að sínum fyrstu stigum og á í erfiðu verkefni gegn sterku liði Þróttar. Freyja mun skora tvö mörk, og Þórdís og Unnur Dóra munu bæta við sitt hvoru markinu. Þróttur mun sýna góða liðsheild, halda skipulagi í vörninni og klára leikinn án þess að fá á sig mark.

Fyrri spámenn:
Adda Baldurs (5 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Gylfi Tryggvason (3 réttir)
Emelía Óskarsdóttir (3 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deild kvenna eins og hún er akkúrat núna.
Uppbótartíminn - Valur að ganga í gegnum dimman dal
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 6 5 1 0 28 - 5 +23 16
2.    Þróttur R. 6 5 1 0 14 - 5 +9 16
3.    FH 6 4 1 1 11 - 6 +5 13
4.    Þór/KA 6 4 0 2 14 - 11 +3 12
5.    Stjarnan 6 3 0 3 8 - 15 -7 9
6.    Valur 6 2 1 3 6 - 8 -2 7
7.    Tindastóll 6 2 0 4 8 - 11 -3 6
8.    Fram 6 2 0 4 7 - 16 -9 6
9.    Víkingur R. 6 1 0 5 9 - 17 -8 3
10.    FHL 6 0 0 6 3 - 14 -11 0
Athugasemdir
banner
banner