Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 07. september 2019 07:00
Magnús Már Einarsson
Ertu besta vítaskytta landsins?
Origo gefur vegleg heyrnatól í verðlaun.
Origo gefur vegleg heyrnatól í verðlaun.
Mynd: Bose
Efstu menn í keppninni 2017.
Efstu menn í keppninni 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Í dag klukkan 14:00 stendur Fótbolti.net í fimmta skipti fyrir vítakeppni þar sem krýnd verður vítaskytta Íslands árið 2019.

Keppnin hefst á Eimskipsvellinum (Þróttarvelli) klukkan 14:00 16:00 fer fram landsleikur Íslands og Moldavíu í Laugardalnum. Áætlað er að vítakeppninni ljúki tímanlega fyrir landsleikinn.

Skráning í keppnina fer fram á Þróttarvelli og hefst hún klukkan 13:30.

Þátttökugjald í vítaspyrnukeppninni er 1000 krónur en allur ágóði rennur til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Sigurvegarinn í keppninni fær Bose NC700 - þráðlaus noise cancelling heyrnartól frá Origo og í verðlaun í 2 og 3. sæti eru Bose Soundlink Mini hátalarar frá Origo.

Keppt verður með Select bolta frá Altis og þeir sem enda í þremur efstu sætunum fá bolta að gjöf.

Hægt verður að kaupa sig aftur inn í keppnina eftir nokkrar umferðir fyrir hærra verð ef þú dettur út. 3000 krónur kostar að koma inn í 3. umferð, 5000 í 5. umferð og 10 þúsund kostar að koma inn í 7. umferð. Sá peningur rennur einnig til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Öllum er frjálst að taka þátt í keppninni. Keppnin féll niður í fyrra en árið 2017 voru um 300 þátttakendur og 410 þúsund söfnuðust í góðgerðarmál.

Keppt verður á fjögur mörk til að byrja með til að keppnin gangi hraðar. Þegar nær dregur úrslitum verður síðan keppt á eitt mark.

Öflugir markverðir standa vaktina í keppninni en þegar styttist í úrslitastund kemur fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson í markið. Þannig sitja allir þátttakendurnir í úrslitunum við sama borð.

Taktu þátt í skemmtilegri keppni og styrktu gott málefni um leið!

Smelltu hér til að sjá viðburðinn á Facebook

Sjá einnig:
Myndir: Arnar Steinn er vítaskytta Íslands (2014)
Umhyggja fékk 242 þúsund krónur eftir vítaspyrnukeppnina (2014)
Myndaveisla: Albert Guðmundsson varð vítaskytta Íslands (2015)
Vildarbörn fengu 406 þúsund eftir vítaspyrnukeppnina (2015)
Vildarbörn fengu 368 þúsund eftir vítaspyrnukeppnina (2016)
16 ára gamall varnarmaður vítaskytta Íslands árið 2016
Myndaveisla: Vítaskytta Íslands 2016
Vildarbörn fengu 368 þúsund eftir vítaspyrnukeppnina (2016)
Vítaskytta Íslands 2017 vann keppnina í strigaskóm)
Vildarbörn fengu 410 þúsund eftir vítaspyrnukeppnina (2017)
Athugasemdir
banner
banner