Portúgalski miðjumaðurinn André Gomes er kominn aftur til Lille í Frakklandi, en hann gerði tveggja ára samning við félagið.
Gomes er 31 árs gamall og var án félags eftir að samningur hans hjá Everton rann sitt skeið.
Portúgalinn er nú mættur til Lille en hann þekkir vel til þar eftir að hafa eytt tímabilinu 2022/2023 á láni hjá félaginu.
Eins og áður kom fram er samningur hans til næstu tveggja ára.
Hjá Lille hittir hann íslenska landsliðsmanninn Hákon Arnar Haraldsson, en Hákon verður ekki með liðinu næstu mánuði vegna meiðsla.
Lille mun spila í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu á þessu tímabili.
Athugasemdir