Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 07. september 2024 19:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum frá Keflavík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ég er nátturlega aldrei sáttur að vinna ekki. Maður er í þessu til að vinna. Mér fannst við bara spila virkilega vel. Mér fannst við gera ótrúlega vel." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við vera eiginlega svona 'on top of things' eiginlega meirihlutan af leiknum og mér fannst við vera skapa þessi hættulegu færi til þess að skora en það var bara þetta litla extra sem vantaði svolítið hjá okkur. Boltinn dansaði þarna á línu og svona kjaftæði en annars fannst mér planið okkar fyrir þennan leik ganga fullkomnlega upp. Það eina sem vantaði var bara þetta mark." 

Njarðvíkingar áttu hræðilegan leik í síðustu umferð og var Gunnar Heiðar ánægður með svar sinna manna í dag.

„Algjörlega. Það var bara eitthvað sem við spjölluðum saman nátturlega. Fórum yfir hvað við hefðum getað gert betur og fleirra. Það vantaði einhvern neista í okkur fannst mér. Við vorum orðnir þreyttir og við mættum bara í þennan leik og gáfum gjörsamlega allt. Þeir hentu öllu á völlinn en því miður gekk það bara ekki í dag en við tökum þetta eina stig. Við verðum bara að virða það. Þetta er bullandi barátta ennþá. Allir leikir skipta máli og auðvitað vill maður vinna alla leiki." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner