Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   lau 07. september 2024 19:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum frá Keflavík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ég er nátturlega aldrei sáttur að vinna ekki. Maður er í þessu til að vinna. Mér fannst við bara spila virkilega vel. Mér fannst við gera ótrúlega vel." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við vera eiginlega svona 'on top of things' eiginlega meirihlutan af leiknum og mér fannst við vera skapa þessi hættulegu færi til þess að skora en það var bara þetta litla extra sem vantaði svolítið hjá okkur. Boltinn dansaði þarna á línu og svona kjaftæði en annars fannst mér planið okkar fyrir þennan leik ganga fullkomnlega upp. Það eina sem vantaði var bara þetta mark." 

Njarðvíkingar áttu hræðilegan leik í síðustu umferð og var Gunnar Heiðar ánægður með svar sinna manna í dag.

„Algjörlega. Það var bara eitthvað sem við spjölluðum saman nátturlega. Fórum yfir hvað við hefðum getað gert betur og fleirra. Það vantaði einhvern neista í okkur fannst mér. Við vorum orðnir þreyttir og við mættum bara í þennan leik og gáfum gjörsamlega allt. Þeir hentu öllu á völlinn en því miður gekk það bara ekki í dag en við tökum þetta eina stig. Við verðum bara að virða það. Þetta er bullandi barátta ennþá. Allir leikir skipta máli og auðvitað vill maður vinna alla leiki." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner