
Einn leikur fór fram í Lengjudeild karla í dag þegar Njarðvík og Keflavík mættust í Njarðvík. Liðin gerðu markalaust jafntefli í þessum Ljósanæturleik.
Lestu um leikinn: Njarðvík 0 - 0 Keflavík
Leikurinn var gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið sem eru í baráttu um að komast upp í Bestu deildina.
Fyrir leik voru Keflvíkingar í 2. sæti deildarinnar með 34 stig, eins og Fjölnir en með betri markatölu. Njarðvíkingar sátu í 6. sætinu fyrir leik, aðeins einu stigi á eftir ÍR.
Leikurinn fór fremur hægt af stað. Ásgeir í marki Keflavíkur varði vel eftir skot frá Símoni Loga eftir kortersleik sem var hættulegasta færi fyrri hálfleiksins.
Eftir lokaðan fyrri hálfleik opnaðist leikurinn lítið í þeim seinni. Keflvíkingar fengu þó færi eftir 10 mínútna seinni hálfleik þegar Ari Steinn átti skot sem Aron Snær varði vel.
Leikurinn opnaðist síðan aðeins þegar að leið á en lítið um dauðafæri og leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Núna eru Keflvíkingar jafnir á stigum og topplið ÍBV sem á heimaleik gegn Grindavík á morgun. Njarðvíkingar eru komnir upp fyrir ÍR á markatölu og eru í 5. sætinu. Bæði lið eiga einn leik eftir af tímabilinu nema þau enda í 2.- til 5. sæti. Njarðvík á útileik gegn Grindavík og Keflavík á heimaleik gegn Fjölni.
Njarðvík 0 - 0 Keflavík

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |