Breiðablik og Valur eiga gríðarlega mikilvæga leiki framundan í 1. umferð í undankeppni Meistaradeildar kvenna í dag.
Valur heimsækir hollenska liðið Twente á Sportpark Schreurserve-vellinum.
Amanda Andradóttir verður í liði Twente en hún kom til félagsins frá Val í sumar.
Sigurvegarinn úr leiknum fer áfram í 2. umferð.
Breiðablik tekur þá á móti portúgalska liðinu Sporting klukkan 17:00 á Kópavogsvelli. Sama gildir þar en sigurvegarinn mun fara áfram í 2. umferð, sem er síðasta skrefið fyrir riðlakeppnina.
Leikir dagsins:
16:00 Twente-Valur (Sportpark Schreurserve)
17:00 Breiðablik-Sporting CP (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir